JFK

The wonderful world of John

Monday, December 24, 2007

GLEÐILEG JÓL

Ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka fyrir samverustundir á liðnu ári og vona að hátiðarnar fari vel með ykkur.

víííí happy xmas

Thursday, December 06, 2007

Poker brings out the worst in people

Ég nánast get ekki leynt vonbrigðum mínum með þá staðreynd að loksins þegar ég hunskast til að blogga þá commentar enginn. En ég læt ekki deigan síga. Þetta er töff, "deigan síga"

Anywho. Það var póker heima hjá mér um daginn. Við borðið sátu valdir menn í hverju sæti og fór valið eftir ákveðnum skilyrðum. Allir þessir einstaklingar eru þekktir fyrir að vera kurteisir með afbrigðum og geðgóðir. Eða svo ég hélt

Það átti sér stað ákveðin uppákoma sem enginn gat séð fyrir. Menn voru gersamlega óviðbúnir.
Þannig var nefninlega mál með vextina að nokkuð var liðið á leikinn og fjárhæðin í pottinum alltaf að stækka. Svo kom að umræddu spili. Þessu örlagaríka spili. Sem enginn sá fyrir.

Ég legg undir og þóttist vera með nokkuð góða hendi. Tveir af félögunum voru skynsamir og ákváðu að elta ekki. Einn gerði það hinsvegar. Þegar potturinn hafði náð nýjum hæðum og enginn fleiri spil stóðu til boða var kominn tími á að "put up, or shut up" eins og við í pókernum segjum alltaf.
Ég legg mín spil á borðið, andstæðingur minn gerir slíkt hið sama og ég sé að ég hafði þetta. Andstæðingur minn sá það hinsvegar alls ekki og varð, öllum að óvörum, mjög glaður. Byrjar að sópa til sín chipsum þar til ég sá mig knúinn til að leiðrétta misskilninginn. Nú er gott að rifja upp þessi skilyrði sem nefnd voru að ofan, kurteis og dagfarsprúðir. Þegar að hann áttar sig á að hann hafði í raun ekki unnið heldur tapað, lemur hann hnefanum í borðið, lítur á mig og segir hátt og snjallt "krakkhóra". Það liðu fimmtán min. þar til hægt var að halda áfram með spilið því við hlógum svo mikið

good times
/JFK