JFK

The wonderful world of John

Tuesday, February 28, 2006

Héðan og þaðan

Annar mánuður ársins að líða undir lok. Þetta þýðir aðeins eitt. Ég er alveg að fara til USA. Gamangaman.

Helgin var góð, fór í tvær vísindaferðir á föstudaginn, í Vís og KB og það var þrælgaman. Endaði svo á grænahattinum á tónleikum Baggalúts, schnilldar hljómsveit þar á ferð. Hitti Davíð Þór, fyrrverandi ritstjóra Bleiks og blátts, hann sat á borðinu fyrir aftan mig. Þrælhress náungi og alveg til í að spjalla við vitleysinga eins og mig. Hann hafði greinilega ákveðið að halda nýja "lookinu" sem að hann fékk í sjónvarpsþættinum "kallarnir". Ég sagði honum að mér hefði líkað betur við hitt. Honum sárnaði ekkert, tók þeirri gagnrýni eins og sannur karlmaður. Svo þegar tónleikunum lauk þá var einhver snillingur sem var ölvaðari en ég búinn að hengja sig á hann og ég eiginlega bjargaði honum, held að hann hafi á endanum þakkað fyrir að hafa hitt mig.

Laugardagurinn var svo tekinn í vinnu í stressmann með ZiggaPé og Dildó Joe. Laugardagskvöldið var með rólegra móti, horft á tv og haft það gott.

Vinna á sunnudag og fór í skólann á sunnudagskvöldið til þess að vinna í fyrirlestri sem haldin var í gær.

Um næstu helgi er svo stefnan tekinn suður á KB-banka árshátið. Flogið suður á laugardag og aftur heim í hádeginu á sunnudag, þannig að það verður knappur tími til hittings. En ef einhver af mínum svokölluðu vinum fyrir sunnan les þetta og hefur einhverjar hugmyndir þá er ég opinn. Bara að commenta.

En framundan eru fyrirlestrar bekkjarfélaga minna og svo eigum við í Jessup liðinu að halda ræðurnar okkar fyrir fyrsta árs nema á lögfræðitorgi. Good Times.

hef þetta ekki lengra í bili,
JFK

Thursday, February 23, 2006

Að dúndra hausnum við grjótið

Jæja, vörin öll að skríða saman og bráðum getur enginn séð að ég hafi stungið sjóðandi tein í andlitið á mér.

Náði mér í einhverja pest og er búinn að vera að drukkna úr hori undanfarna daga. Missti því að mótmælafundi nemenda HA en sá í fjölmiðlum að hann virðist hafa gengið vel. Gott að sjá að nemendur láta sig málefni skólans varða því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta að sjálfsögðu sameiginlegir hagsmunir.
Þá er bara að vona að einhver viðbrögð komi frá hinu háa Alþingi. Menntamálaráðherra hefur ekki sýnt nein viðbrögð við þessum mótmælum og virðist sem að hún láti þessar kvartanir sér vind um eyrun þjóta.

Menntskælingar mótmæltu því sem þeir segja skerðingu menntunar í gær, styttingu náms til stúdentsprófs. Þorgerði var boðið á þann fund en hún lét ekki sjá sig þar. Kom fram í máli formanns nemendafélags MA að ítrekað hefði verið reynt að ná sambandi við hana á undanförnum vikum en enginn viðbrögð fengist.

Þetta finnst mér afleitt. Ég get vel skilið að starf ráðherra sé krefjandi og jafnvel skilið að ekki gefist tími til þess að svara öllum erindum samdægurs. Hins vegar get ég ekki skilið að jafn viðamikil og alvarleg mál og þau sem steðja að HA og MA þessa daganna skuli ekki virðast ná að eyrum ráðherra. Enda finnst mér það ólíklegt. Það sem að er verra er að hún kjósi að virða að vettugi þessar kröfur og svari með þögninni.

Það leysist ekkert þannig.

Ég vona að ferð bæjarstjóra suður verði til fjár, í bókstaflegri merkingu.

Annars sit ég uppí skóla oftar sem ekki og er að vinna í Jessup, oftar sem ekki. Átti að vera panell í kvöld en honum þurfti því miður að fresta vegna veikinda liðsmanna og barna þeirra.
Í kvöld átti að fara fram frumflutningur á 20min ræðum en það verður að bíða betri tíma. Er samt farinn að hlakka svoltið til að flytja ræðuna mína aftur, of langt liðið frá því síðast og manni veitir ekki af æfingunni.

Þetta stefnir í að verða sú lengsta bloggfærsla í sögu þessa litla bloggs, vona að ég hafi ekki svæft neinn með þessu rausi og röfli.
Hefði gaman af því ef að einhver myndi commenta og láta í ljós skoðanir sínar á þessu máli, það eru orðin sorglega fá comment við hverja færslu og það þolir mitt litla hjarta illa.

Avúhú,
JFK

Sunday, February 19, 2006

Brenndur munnur forðast fondú...

Jæja þá er þessari helgi að ljúka og enn styttist í för mína vestur um haf. Ég hlakka til.

Þetta var annars frekar annasöm helgi og nóg um að vera. Fór í bíó á föstudaginn, miðnætur kraftsýningu á mynd sem fjallaði um hina ára/aldalöngu baráttu sem geysað hefur á milli vampíra og varúlfa. Myndin var fín, þú færð held ég nákvæmlega það sem þú átt von á þegar þú ferð á svona mynd.

Á laugardag var svo vinna þar sem ég og Jói mössuðum daginn tveir. Ziggi kom og leysti okkur af í mat og bjargaði málunum þannig.
Svo var haldið heim og hafist handa við að undirbúa þorrablót slash fondú party. Þar átti ég snilldar tilþrif þegar ég ákvað að taka fyrsta kjötbitann beint af spjótinu í stað þess að leggja hann á diskinn og nota hnífapör. Niðurstaðan; brunasár á vörum og tungu. Snillingur.

Sunnudagur kom þá fast á hæla laugardags, og konudagur í þokkabót. Ég gaf Höllu minni árshátíðarskó (sem hún var auðvitað búin að velja) og þótti hafa staðið mig vel.
Svo var vinna með sykurpúðanum Zigga þar sem við fórum, eins og venjulega, á kostum.

Halla mín á svo afmæli þann 22. sem þýðir að febrúarmánuður er veskinu mínu erfiður. Fyrst taka menn uppá að hafa eitthvað sem heitir Valentínusardagur, svo konudag og að lokum afmælisdag. Hvernig væri að normaldreifa þessu yfir árið svo að fátækir námsmenn á leið til USA höndli þetta? Maður spyr sig...

En nú er ég staddur uppá bókasafni að læra fyrir seinna prófið í stjórnsýslulögunum. Er hægt að hafa það betra?

JFK

Thursday, February 16, 2006

Háskólabærinn Akureyri?

Yáawwsssa langt síðan ég hef gert eitthvað af viti á þessari síðu. Ástæða þess er einföld,leti.
Svo kannski það að ekkert merkilegt hefur borið á góma. Búinn að vera að vinna aðeins, læra aðeins, borða aðeins og svo framvegis.

Fór þó smá rúnt í gær að leyta eftir styrkjum fyrir jessup. Gekk ágætlega, flestir tóku vel í þetta og maður náði að kreista nokkrar krónur úr nokkrum fyrirtækjum. Svo eru fleiri að melta þetta þannig að það gæti orðið meira.

Ég vona að fyrirtæki á Akureyri eigi eftir að taka okkur vel. Þessi fyrirtæki hafa notið góðs af því að hafa H.A. hér og notið góðs af þeim öra vexti sem H.A. hefur verið í. Akureyringum er tíðrætt um háskólabæinn Akureyri. Nú tel ég tíma til að við látum reyna á hversu mikið bakland H.A. hefur og hversu mikinn stuðning fyrirtæki á Akureyri eru tilbúinn að veita okkur nemendum.
Sá árangur sem að lagadeild H.A. hefur þegar náð með því að leggja elstu lagadeild landsins af velli er eftirtektarverður. Þetta vekur umtal bæði hér og í Reykjavík og er okkar ungu lagadeild mikilvægt á meðan hún er að slíta barnskónum. Eins og einn maður sagði við mig, "er þetta ekki eins og happdrættisvinningur fyrir H.A.?"
Ég held það. Þess vegna tel ég að það sé sérdeilis mikilvægt að við fáum góðan stuðning frá fyrirtækjum bæjarins þannig að hægt sé að nýta þennan meðbyr til fulls.

Ég er hóflega bjartsýnn. Nei, ég er frekar bjartsýnn. Nei, ég er mjög bjartsýnn. Þetta á eflaust eftir að ganga eins og í sögu.

Meira seinna,
JFK

Wednesday, February 08, 2006

Hver gerir svona?

Sit hér uppá bókasafni í eintómri gleði. Er að læra fyrir próf á morgun úr stjórnsýslulögunum og það gerist vart betra.

Var í tíma í morgun, fremur fámennum. Sat í sætinu mínu við hliðinna á Geira sæta fótboltastrák. Hann var að tala við einhvern annan súkkulaðibolta á msn og þurfti svo að bregða sér fram. Með MSN opið. Sniðugt.
Ég og Bjarki tókum okkur því til og byrjuðum á að skrifast á við súkkulaðiboltann á meðan Ásgeir var frammi. Ekki frásögum færandi nema súkkulaðiboltinn tók ekki vel í það að Ásgeir væri að gera hosur sínar grænar fyrir honum og spurði hvort að hann ætti að tala við Hörpu (kærustu Ásgeirs) AFTUR.....
Ásgeir varð pínu fúll þegar hann kom til baka.

Annars er allt allgott að frétta. Ætla að hella mér í stjórnsýslulögin á fullefemm.
Allíúppa,
JFK

Tuesday, February 07, 2006

I sing because im happy

Kominn tími á blogg. Galli. Hef eiginlega ekkert merkilegt að blogga.

Horfði á American Idol í gær á sirkus. Þetta er víst fimmta serian og alltaf er nóg af fólki sem heldur að það geti sungið og fær taugaáfall þegar þeim er sagt að það geti það ekki. Ég kannast samt alveg við þetta. Ég er sennilega svona sjálfur. Ég syng. Í tíma og ótíma. Þessi hegðun mín vekur mismikla kátínu hjá fólki í kringum mig. En þetta er frjálst land og það ríkir málsfrelsi hér. Ég segi að söngfrelsi megi klárlega setja undir málsfrelsiskaflann.

En annars er lítið að frétta úr lífi Jóns, allt gengur sinn vanagang og ekki hægt að kvarta undan neinu.

LaterGater,
JFK