JFK

The wonderful world of John

Thursday, June 28, 2007

Barstúls anyone?

Þetta er undarlegur andskoti. Ég er farinn að hrynja útaf tengla listum hjá vinum og vandamönnum, wulfmorgenthaler er hættur að senda mér "daily comic strip" og eini tölvupósturinn sem ég fær er rusl. Fólk er farið að læsa bloggsíðunum sínum og mbl.is er nánast það eina sem ég get stólað á.

Mér líður eins og ósýnilega manninum á netinu sem vissi ekki að hann væri ósýnilegur.

En nóg um það. RVK er það heillin og það verður lagt íann í dag ettir vinnu. Framundan er matarboð, ferð í IKEA að kaupa barstóla og þjóðarbókhlaðan. Held að þetta verði helv gaman því það er langt síðan ég hef farið suður og verið í einhverja daga.

Reyndar er margt sem að ég þarf að græja í dag en hey! Ég vinn best undir pressu.
Það er reyndar lygi, ég kikkna auðveldega undan álagi. Við sjáum hvernig þetta fer.

/JFK

Tuesday, June 26, 2007

Rannsóknarferð

Skjótt skipast veður og það allt saman.

Haldiði að Jón sé ekki bara sennilega á leiðinni suður um helgina. Það er allt útlit fyrir það. Er reyndar ekki skemmtiferð þar sem að ég og frúin erum að fara á þjóðarbókhlöðuna að verða okkur út um frekari heimildir fyrir ritgerð. En bæjarferð engu að síður.

Spurning um að kaupa sér skó.

anywhoo. Strax kominn þriðjudagur og allt að gerast. Verið að selja flísar fyrir margar milljónir og víla og díla.

/JFK

Monday, June 25, 2007

Johnny's little helpers

ooooohhh hvað Jóni litla langar í 40"lcd sjónvarp og playstation3 tölvu. Langar svo mikið í það að ef að ég ætti börn myndi ég senda þau út á vinnumarkaðinn til þess að standa undir afborgunum. Neinei, ég myndi aldrei gera það. Samt pínu.

Úff hvað það er flott mynd í þessu.

Anywhooo, helgin liðin og vinnuvikan byrjuð og ekkert nema gott um það að segja. Ætla að henda mér á Bjarg eftir vinnu og hafa það svo gott í kvelle. Svo er stefnan sett á bíó í vikunni þar sem að John "jíbbikayeimotherfukker" Mclain er að koma. Ég er nefninlega búinn að ákveða það að láta ekki auglýsinguna sem nefnd var í fyrri pistli eyðileggja fyrir mér þessa skemmtun.

Wellster,
/JFK

Saturday, June 23, 2007

Hey Jude, enough already...

Laugardagur og ég í vinnunni. krapp!

Rólegt kvöld með eindæmum í gær. Konan búin að vera veik og við vorum heima, elduðum góðann mat og horfðum á sjónvarpið. Svo fór konan að sofa en ég hélt áfram að horfa. Á Gataca. JésúsPétur.

Einhvernveginn gat ég ekki hætt að horfa. Mig langaði að hætta. Ég gat það bara ekki. Síðustu tvær myndir sem að ég hef séð með Jude the hunk Law hafa verið "Gataca" og "The Holiday". Tvær virkilega slæmar myndir en það virðist vera í lagi því (and I quote every female in the world) "Hann er svo sætur". Common!

En það eru líkur á því að ég fari og spili playstation3!! í nýju 40" LCD sjónvarpi í kvöld þannig að ég er hamingjusamur.

vona að þið séuð það líka

/JFK

Thursday, June 21, 2007

Am I my parent's car keeper? yes I am

Styttist í helgi og það er rigning. Viðbrögð mín við regninu komu mér á óvart, mér fannst bara fínt að fá pínu rigningu. Kom mér á óvart segi ég því vanalega þoli ég ekki þegar það rignir.

Ma og Pa flugu til úgglanda í gær og ég á að passa að ekkert komi fyrir bílinn þeirra. Besta leiðin til að passa það er að sjálfsögðu að vera sem mest í honum.

Die Hard er að koma í bíó sem er gott. Ég er hinsvegar næstum því á því að sjá þá mynd ekki vegna einnar auglýsingar. Umrædd auglýsing er þannig að ég fer í vont skap bara við það að sjá hana, eða eins og Jói Tönn myndi orða það "ég tryllist". Ég er að sjálfsögðu að tala um dominos auglýsingarógeðið með gaurnum og "búktalarabrúðunni" Ég stífna hreinlega upp og froðufelli þegar ég heyri "Die hard, mega hard"
Öfgakennd viðbrögð? kannski.

/JFK

Monday, June 18, 2007

Með V8 eldflaug á milli lappana

Auðvitað á að banna það að 17.júni beri upp á sunnudegi, a.m.k. á þá að gefa frí á mánudegi þegar að sú staða kemur upp.
En þessi helgi var hin skemmtilegasta. Ekki var farið í ammæli en það var farið í póker. Og lögreglan kom ekki og leysti spilið upp. Fór í sjallann á laugardeginum og skemmti mér konunglega.

Sunnudagurinn fór í bílasýningu og miðað við suma fákana þar þá hefði ég bara átt að bóna carinuna og bakka henni þarna inn. Gullfallegur bíll með 2.0 lítra vel og hefði átt meira erindi þarna en nokkrir aðrir.
En það var líka mótorhjól með V8 vél sem mér fannst helvíti töff. Mun stærri vél en í carinu komið fyrir á mótorhjóli, gaman að þessu. Hjólið hét líka því skemmtilega nafni Boss Hoss.

Um kvöldið var svo tekinn göngutúr um miðbæinn og þar hitti maður fjöldan allan af fólki.

Í heildina litið var þetta fínasta helgi

Thursday, June 14, 2007

Blogg á dag

Það held ég, báðir lesendur búnir að commenta og hreinlega öskra á meira. Verst að ég hef ekki mikið að segja en ég bulla eitthvað, have no fear.

Hitti einn af mínum betri félögum í bænum í dag og fékk glaðning. Mikið afskaplega er gaman þegar að svona gerist. Maður á ekki von á neinu og hvissbamm, orðinn einni gjöf ríkari.

Helgin framundan og ein af mínum uppáhalds mágkonum á afmæli á morgun. Kannski verður ammælisveisla á laugardaginn en tjellan er að koma frá spáni (aftur með litlu essi) og verður kannski þreytt. En það er enginn afsökun, það er hægt að sofa seinna.

Ég er harðákveðinn í því að fara á bílasýninguna 17.júni þar sem að ég er ekki að vinna. Þetta var tilgangslaus yfirlýsing.

anywhoo,
/JFK

Wednesday, June 13, 2007

Laddi vissi hvað hann söng

its alive.....
það held ég nú yessiríbob! Ekki mikið búið að vera að gerast á þessari síðu og skömm að því hreinlega.

En ég fór til spánar um daginn sem var veryvery nice. Svo kom ég heim og fór að vinna sem var ekki jafn nice. Á spáni er nefninlega gott að djamma og djúsa. Anywhoo.
Keypti mér skó á spáni and thats about it. Konan keypti hinsvegar "aðeinsmeira" og ég fékk þau skilaboð að ég ætti að "pakka létt" sem basically þýddi að ég mátti taka með mér einar stuttbuxur og tvo boli. En þetta var spánn og ég nánast nakinn allann tímann þannig að það kom ekki að sök.

(það skal tekið fram að spánn er skrifað með litlu essi því að ég nennti ekki að gera stórt ess)

En kraftaverkin gerast enn og eitt af þeim var að ég fór á bjarg í fyrradag til að æfa. Og í gær fór ég að hjóla. Kraftaverkin semsagt í hrönnum.
En nú er átakið "Sjá tólin fyrir jólin" (þarna nennti ég af einhverjum ástæðum að gera stórt ess) er komið á fullt og vonandi að þetta takmark náist.

Hef þetta ekki lengra í bili, en ef að báðir lesendur þessarar síðu kíkka enn hérna inn þá skrifa ég sennilegast aftur

/JFK