JFK

The wonderful world of John

Thursday, November 30, 2006

Jólamánuðurinn að renna upp

Þá er desember að renna upp, á morgun non the less. Dagurinn 1.des er merkilegur að mörgu leyti en þó merkilegastur fyrir það að við Halla mín byrjuðum saman á þeim degi fyrir fjórum árum. Það held ég nú, fjögur ár.

Annars verða næstu dagar lagðir undir lærdóm sem lýkur með prófi þann 12.des. En þá er mjöög stutt í kanarí og ég get slakað á.

En á morgun er "löglegt" að skreyta, spila jólalög og það allt saman og það finnst mér fínt. Ég vil hafa jólin eins jólaleg og hægt er. Það eiga allir að vera góðir og glaðir og það allt. Burt með fýlupokana segi ég.

/JFK

Monday, November 27, 2006

Suður og tilbaka á núllníu

Ekki léttist ég um þessa helgina, það er ljós. 2 jólahlaðborð og hvort hinu betra. Þrælgaman á föstudagskvöldið með kb-banka, góður matur en ég var ekki lengi. Það er vegna þess að ég er skynsamur strákur og átti flug kl: 10 á laugardagsmorgun.

Fór semsé suður og vann í dressmann laugarvegi. Ný búið að breyta og breytingarnar heppnuðust vel. Flott búð og brjálað að gera.
Svo var farið að borða á Kaffi Rvk og þar var maturinn ekki síðri. Var orðinn frekar þreyttur og ætlaði að tölta heim í fyrra fallinu en óviðráðanlegar orsakir breyttu þeim plönum. Allt fór þó vel að lokum og ég svaf bara helv... vel á fínu gistiheimili sem okkur var reddað.

Hitti síðan Ragga minn og gerðum við ítrekaðar tilraunir til þess að fá fleiri með okkur án árangurs.

En ég á að vera læra en ekki blogga, frekar en venjulega. Konan yfirgaf mig og fór að horfa á gray's þannig að tjallinn situr og lærir heima hjá sér og líkar vel.

farwell allesamen

/JFK

Friday, November 24, 2006

Nánast í fríi um helgina

Föstudagur hvorki meira né minna. Þessi vika er búin að þjóta hjá og maður hefur varla tíma til þess að anda. Búið að vera nóg að gera í skólanum og endalausar dómareifanir sem að þarf að eyða drjúgum tíma í.

En framundan er helgi sem er sérstæð að mörgu leyti. Ég er fyrir það fyrsta ekki að vinna. Þetta er reyndar lygi. Ég er að vinna. En ég er ekki að vinna á akureyri. Ég fer suður á laugardagsmorgun og verð að vinna í dressmann á laugarvegi. En ég er ekki að vinna á sunnudaginn. Og það hefur ekki gerst síðan einhvern tíman í sumar.

Ég er að fara á tvö jólahlaðborð. Eitt í kvöld í sjallanum með KB banka. Annað á morgun einhverstaðar í rvk með dressmann.

En þetta er eins og það á að vera ennþá. Spurning hvort að þessi áfangi verði jafn blóðugur og sá síðasti. It wasnt pretty people.

/JFK

Monday, November 20, 2006

Laugardagur, Laugarvegur, Laugarsomething

Nýr áfangi hafinn, eignarréttur. Spennandi tímar framundan ég segi ekki annað.

Brá mér í föðurhlutverkið um helgina og það gekk með þessum ágætum líka. Bökuðum pizzu og horfðum á video og krakkarnir höguðu sér svona vel. Það mætti segja mér að kallinn eigi eftir að plumma sig ágætlega þegar og ef erfingi kemur. Hann þarf samt ekkert að flýta sér.

Horfði á X-factor á föstudaginn. X-factor er eiginlega Idol nema með gömlu fólki.

Kanarí er komið á hreint, búið að bóka miða og íbúð og bara beðið eftir að 20.des renni upp. Sjiturinntitturinn hvað það verður gaman. Hlakka afskaplega mikið til að hitta systkin og maka og barn.

Um næstu helgi verður svo farið suður. Dressmann litlu jól með öllu tilheyrandi. Flýg á laugardagsmorgun og verð að vinna á laugarveginum þar sem verið er að opna eftir breytingar. Hvet því alla sem vettlingi geta valið til þess að drífa sig á laugarveginn á laugardaginn og hitta JónJón.

Well thereyougo
/JFK

Thursday, November 16, 2006

Jóla hvað? Jóla það!

Maður má ekki veikjast þá snjóar bæinn í kaf. Jeddúddamía eins og maðurinn sagði. Það munar ekkert um þennan snjó, og það bætir enn í.

Þessvegna hef ég tekið ákvörðun. Ég ætla að fylgja fordæmi ZiggaPé og koma mér í jólaskap. Um helgina verður keypt jólaskraut (á ekkert solleiðis nebblega) og íbúðin skreytt. Ég er núna á bókasafninu að lesa OG hlusta á jólalög. Ég ætla að kaupa meira malt og appelsín og blanda (því það eru jól). Svo ætla ég að plata Höllu til að baka piparkökur (það er jólalykt).

Ég ætla EKKI að vera fýlupúki og væla yfir því að þetta og hitt sé of snemmt. Jólin eru að koma people og það er eins gott að búa sig undir það.

Nú er semsagt málið að rífa fram jólalögin, henda upp seríum og safna að sér jólaskrauti...

þaðheldégnú
/JFK

Tuesday, November 14, 2006

Playstation vs djamm?

Er heima, hálf slappur eitthvað. Ekki gaman. Finnst akkúrat ekkert gaman að hanga svona.

En helgin var góð. Dressmann fór í ljós og gufu í tungusíðu og svo út að borða á parken. Fámennt en góðmennt og kvöldið hin besta skemmtun. Var samt kominn snemma heim og mætti Höllu minni á leiðinni út. Hún kíkkti niður í bæ og var kominn heim um þrjú. Og haldiði að kallinn hafi verið sofnaður þá? neisiríbob, ég var í playstation alveg þangað til að konan kom heim, er hægt að biðja um það betra?

En ég hef verið að spá í að fara suður í vikunni til þess að vinna aðeins í mastersritgerð. En viti menn, sjaldan verið eins slæmt veður og síðustu tvo daga og jón ekkert að komast lönd né strönd.

Styttist í að eignarréttur byrji og það verður fínt að komast í skólann aftur. Vona að þetta verði manneskjulegur áfangi.

JFK

Thursday, November 09, 2006

eeeehhhh þú ert að springa úr blóði....

Þá er viðfangsefni masters ritgerðar komið á hreint. Sem er gott. Er ekki ennþá búinn að fá einkunn fyrir *bleep* prófið sem er ekki jafngott. En hún á víst að koma á morgun.
Fór sumsé á fund í gær og kynnti hugmyndir mínar um mastersritgerð fyrir viðeigandi aðila. Náði að selja honum hugmyndina svo vel að hann var nánast farinn að grátbiðja mig um að leyfa sér að vera leiðbeinandinn minn. Samt ekki. En eiginlega.

Í dag er svo fundur hjá Telders-teyminu. Yessiríbob geðveikin er að byrja aftur. Telders er semsagt eins og jessup (sem allir vita hvað er) nema í Evrópu. Jessup var í Ameríku fyrir þá sem eru búnir að ná að gleyma því.

Fór og gaf blóð í gær. Var búinn að vanrækja það alltof lengi og þegar búið var að stinga í puttann á mér kom í ljós að ég var að springa úr blóði. Huggulegt.
En það var tappað af mér og allt komið í eðlilegt horf.

Nóg að gera náttúrulega og enginn tími til neins af því.

kær kveðja,
meistari innihaldslausra blogga,
/JFK

Tuesday, November 07, 2006

Það eina sem er gott við danaveldi

Wellwellwell
sit á bókasafninu og er að lesa í eignarétti, good times. Helgin var ljúf. Var heima á föstudaginn og rassskellti Jóa og Höllu í buzz. Fór svo á galakvöld á laugardag og það var stórskemmtilegt. Fékk viðurkenningarskjal fyrir jessup og vann í happdrætti. Ég vinn aldrei í happdrætti og þetta var því stórstund í lífi Jóns.

Svo var auðvitað unnið í dressmann og það var helv... mikið að gera um helgina.

Atli bróðir hringdi annars í mig á föstudagskv. Jólabjórinn frá Tuborg var semsagt "kynntur" kl 20:59, ekki mín. fyrr og ekki mín. seinna. Þá stukku allir barþjónar í danaveldi fram fyrir barborðið klyfjaðir bjórkössum og gáfu þeim sem vildu. Af hverju er þetta aldrei gert hér? "hey, jólabjór, gefum öllum" Svo var hægt að kaupa einn meter af bjór á 100 kall danskar (það samsvarar semsagt 11 bjórum). Af hverju er þetta heldur aldrei gert hér? "hey, shit load af bjór, seljum hann ódýrt"
Enn þann dag í dag er þetta það eina jákvæða sem ég hef fundið við danadjöflana.

Allaveganna

farið að styttast í kanarí og ég er farinn að hlakka til. Ekki það að ég verð sennilega að taka allar bækurnar út og lesa á ströndinni. Er að bíða eftir tveimur einkunnum og skilst að allir hafi *bleepað* á sig. Alltaf gaman að bíða eftir svona.

wellster,
/JFK

Thursday, November 02, 2006

Forvitinn köttur er dauður köttur

Jæja. Update.

Fór á halloween djamm á laugardaginn og það var helvíti gaman. Margir í búningum og góð stemmning.

Er í "fríi" í skólanum næstu tvær vikurnar þar sem ég á að vinna í masterritgerðinni minni. Sem væri flott. Ef ég hefði hugmynd um hvað sú ritgerð ætti að fjalla um. Er reyndar með eina hugmynd í kollinum og ætla að ræða við "stjórann" um það og athuga hvort að ég fái grænt ljós fyrir því.
Annars er það eignarétturinn sem að ræður ríkjum núna og aldrei að vita nema maður nái að lesa eitthvað fyrir áfangann áður en hann byrjar. Það yrði þá í fyrsta skipti sem það gerðist.

Fólk virðist hafa tekið eftir síðasta pistli og skilaði hann heilum fjórum commentum. Virðist vera að þeir sem commentuðu hafi allir hrapað að sömu niðurstöðu hvað "krúttlegheitin" varðar og ég ætla hvorki að játa né neita neinu í þeim efnum. Er samt forvitinn á að vita hvað Þór meinti með því hvað það þýðir þegar JFK notar orðið krúttlegt. En forvitni drap köttinn eins og allir vita.

Well, hef þetta ekki lengra og set því punktinn hér .

/JFK