JFK

The wonderful world of John

Monday, October 06, 2008

Brosum, verum glöð

Maðurinn notar færri vöðva þegar hann brosir heldur en þegar hann grettir sig.

Konan líka.

Í ljósi atburða undangengina daga er ljóst að nauðsyn er á bjartsýni og jákvæðni. Þess vegna hef ég ein sett mér að taka "happy thoughts" hugsunarhátt á þetta allt saman. Líta á það bjarta og góða í lífinu. Því mun ég ekki taka þátt í umræðum sem innihalda orðin:

1) Þjóðnýting
2) Gengisfall
3) Króna
4) Kreppa
5) Seðlabankinn

Ég get einnig bent á þann ljósa punkt að ég er nýkominn úr námi og á því ekki bót fyrir boruna mína. Því eru mínir hagsmunir minni en margra þó nægir séu þó. Skemmtilegt hvernig JFK nær að setja fátækt í jákvæðan búning.

Ég ætla að ljúka þessum stutta pistli með góðri speki

"This too shall pass"