JFK

The wonderful world of John

Wednesday, February 28, 2007

hor, hálsbólga, hiti og almennur slappleiki

Jæja það er kominn miðvikudagur og ég hef ekki enn sett mark mitt á þessa viku. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég ákvað að ná mér í flensu. Eins og allir sannir karlmenn verð ég eins og ungabarn þegar ég er veikur. Ég væli og kveina og vorkenni mér afskaplega mikið.

Nú horfir þetta hinsvegar til betri vegar og ég sé fram á að vera á meðal fólks jafnvel á morgun, sem er gott því ég er búinn að horfa á allt það DVD sem að ég gat fundið hér í Casa del John, þar með talið myndir sem teknar voru útá kanarí um jólin og búið var að brenna á disk. Allt er hey í veikindum.

En þetta verður frekar stutt vika, bara fimmtudagur og föstudagur en eiginlega bara fimmtudagur því það er ekki skóli á föstudögum. Merkilegur andskoti.

Annars hef ég verið að hlusta á Grace Kelly sem flutt er af Mika sem er snillingur. Hef líka verið að hlusta á Holly Dolly sem að mér fannst fáranlegt lag fyrst þegar ég heyrði það. En þökk sé Geira súkkulaðisætafótboltastrák er ég búinn að taka þetta í sátt og líkar vel. Finnst ég samt vera svoltil stelpa þegar ég hlusta á það en anywhoo.

En þar hafið þið það, ætla að fara að snúa mér aftur að skilnaði Jóns og Gunnu og athuga hvort að ég geti ekki tryggt að Gunna fái að halda hrossunum

/JFK

Thursday, February 22, 2007

Ekkert klám hér takk fyrir takk... og afmæli!!

Nú er það ljóst að engin klámráðstefna verður haldin hér á landi. Ráðstefnugestum var neitað um hótelgistingu og einhverjir halda því fram að lýðræðið hafi með því sama sigrað.

Þessu er ég ekki sammála. Nú eiga eflaust ýmsir eftir að stimpla mig heitan stuðningsmann klámefnis og þess háttar siðleysu. Svo er ekki. Þessi skoðun mín lýsir á engan hátt stuðningi við þessa iðju sem ráðstefnan stundar.

Það atriði sem mér finnst merkilegust er framkvæmdin á þessu öllu saman eða umræðan öllu heldur. Stjórnmálamenn hafa krafist þess að þessu fólki verði meinaður aðgangur til landsins og málið hefur ratað inná hið háa Alþingi þar sem aðgerða var krafist. Ég spyr sjálfan mig hvort að þetta sé eðlilegt. Ég man ekki betur en þegar að falun gong meðlimir reyndu að komast hér til lands voru sumir hverjir settir á svartan lista upphófust hróp og köll og eitthvað var minnst á mannréttindarbrot.

Hver er munurinn á þessum tveimur tilfellum? Í öðru tilvikinu var um að ræða fólk sem að meirihluti landsmanna hafði samúð með en hinu ekki. Hafa verður í huga að ráðstefnugestir höfðu ekki gerst sekir um brot hér á landi. Þeim var gert ókleift að koma hingað á grundvelli þeirrar iðju sem þeir stunda.

Hvernig væri að fara alla leið og meina múslimum aðgang. Sumir þeirra fremja hryðjuverk.
Ég tel mjög vafasamt að þessi leið sé farin. Ég veit ekki hvernig fólk brygðist við því að vera meinað að fara til Spánar vegna þess að við íslendingar stundum hvalveiðar en sú iðja okkar er ekki vel liðin af öllum og raunar fæstum.

Hér voru siðferðisleg sjónarmið látin ráða og öll önnur umræða eða rök virt að vettugi.

Ég tel skynsamlegra að aðilum sé refsað fyrir þau brot sem þeir fremja frekar en að refsa þeim fyrir þann möguleika á að þeir gerist brotlegir, eða erum við hætt við að halda í heiðri, "saklaus uns sekt er sönnuð"?

Ég vil að lokum ítreka að í þessari "stuttu" ritgerð felst á engan hátt stuðningur við klám eða þessa ráðstefnu sem fram átti hér að fara. Í raun finnst mér algert aukaatriði hverskonar ráðstefnu um er rætt, mér fannst þetta mál fá vafasama afgreiðslu.


Þar sem að þetta er frá þá er komið að stórfrétt dagsins. Halla mín á afmæli!!! Ég á eftir að gefa henni pakkann, ekki eftir að kaupan, bara eftir að gefa henni hann. Aðeins að stríða afmælisbarninu því hún er ekki sú þolinmóðasta.

Til hamingju með daginn ástin mín


/JFK

Tuesday, February 13, 2007

þorri blótaður

Tíðindalítið, allt að því laust.

Er að fara í mitt fyrsta munnlegapróf á fimmtudaginn, jésus pétur. Það verður fróðlegt.

Þorrablótið var skemmtilegt. Ég borðaði hákarl, sem ég var búinn að sverja að ég myndi ekki gera og tók eitt staup af brennivíni, sem ég ætlaði mér heldur ekki að gera. Ég hef afskaplega lítið bein í annars óvenju stóru nefi. Anywho. Þetta endaði allt saman á rólegu nótunum, ég og jói heima að spila playstation. good times.

Annars er möguleiki á því að ég þurfi að skreppa suður fljótlega, kemur í ljós á næstu dögum hvort að samningar náist. Langt síðan ég hef farið í rvk og er farið að langa pínu að kikka í borg óttans.

/JFK

þorri blótaður

Tíðindalítið, allt að því laust.

Er að fara í mitt fyrsta munnlegapróf á fimmtudaginn, jésus pétur. Það verður fróðlegt.

Þorrablótið var skemmtilegt. Ég borðaði hákarl, sem ég var búinn að sverja að ég myndi ekki gera og tók eitt staup af brennivíni, sem ég ætlaði mér heldur ekki að gera. Ég hef afskaplega lítið bein í annars óvenju stóru nefi. Anywho. Þetta endaði allt saman á rólegu nótunum, ég og jói heima að spila playstation. good times.

Annars er möguleiki á því að ég þurfi að skreppa suður fljótlega, kemur í ljós á næstu dögum hvort að samningar náist. Langt síðan ég hef farið í rvk og er farið að langa pínu að kikka í borg óttans.

/JFK

Thursday, February 08, 2007

Balance has been restored

Über fína og flotta sjónvarpið mitt er komið aftur á sinn stað, betra og fallegra en nokkru sinni fyrr. Það kom mér á óvart hversu glaður ég var í hjarta mínu að sjá þetta silfraða kvikindi endurheimta hásæti sitt sem þungamiðja stofunnar í annars lítillri íbúð minni.
Mitt fyrsta verk var að sjálfsögðu að tengja PS2 tölvuna mína við þennan gamla kunningja sinn og taka prufukeyrslu. Ég get því róað æsta lesendur mína á því að tengingin tókst fullkomlega og það var spilað langt fram á nótt með góðum árangri. Því líkur þessu martraðar tímabili í lífi mínu og er það Gumma rafeindarfræðingi að þakka, og BiggaPé fyrir að benda mér á hann.

En talandi um spil.

Ég fór í póker í vikunni sem var góð skemmtun, meira að segja mjög góð skemmtun. SiggiRún er stoltur eigandi af pókerborði og spilapeningasetti sem vegur 14.5kg. Það er alvöru. Þetta 11.5kg sett sem að kallaklúbburinn spilaði með forðum daga er semsagt bara svona byrjanda. En ég get örugglega fengið þetta lánað og kallaklúbburinn því staðið undir nafni, ekkert byrjanda pókersett á okkar fundi framar.

En Ragnar Mógull Aðalsteinsson hefur sett fyrir sex bls ritgerð/verkefni um þrískiptingu ríkisvalds. Því sit ég hér sveittur að lesa mér nánar til um það og ætla að reyna að klára þetta af fyrir helgi því að um helgina er: Vinna eins og venjulega
Þorrablót hjá tengdó

Ég kem að sjálfsögðu ekki til með að borða neinn þorramat og ætla að mæta í jakkafötum (á meðan aðrir mæta í lopapeysu) og drekka koníak ((sem ég drekk ekki) á meðan aðrir drekka íslenskt brennivín)). Ég ætla líka að vera með feitan vindil (ég reyki ekki)

Hefði ég getað komið fleiri svigum fyrir í þessari færslu? Svarið við þessari spurningu fæst kannski aldrei....

l8er
/JFK

Monday, February 05, 2007

No TV makes Jón go crazy....

Hér sit ég í tíma hjá Ragnari Aðalsteins, einum mesta lögfræði mógul Íslands og velti fyrir mér hvað gæti mögulega toppað þetta. "Bloggfærsla" hugsaði ég með mér, "langt síðan ég hef bloggað" Eftir smá umhugsun komst ég að því að þetta var alveg rétt, það er langt síðan ég hef bloggað. Ég hef hreinlega ekki nennt því.

Baugsmenn sýknaðir í baugsmáli, en það er samt rétt að byrja. Guðmundur í byrginu búinn að skíta uppá bak og það mál eins og það er. Hæstiréttur að milda dóm yfir barnaníðingi og Írak hefur aldrei verið í verra ástandi.

Af mér er hinsvegar gott að frétta. Skólinn gengur sinn vanagang og blablabla.

Eitt stendur þó uppúr.

"The big brake down"

Mitt ástkæra Thompson Scenic über-æðislega sjónvarp tók uppá því að taka sér frí. Ég kom heim og ætlaði að horfa á leik Íslendinga og Spánverjadjöflanna og hafði ekki hugmynd um að sjónvarpið mitt hafði ákveðið stuttu áður að nú væri komið nóg. Ég kveiki semsagt á því og það heyrðust smellir, kom pínu blossi og svo reyk lykt.

Og það var það.

Ég mátti semsagt labba inní svefnherbergið og ná í pínulitla fermingarsjónvarpið hennar Höllu minnar og tengja það. Ég var pirraður.
Nei það er lygi, ég var ekkert pirraður, ég var reiður. Í fyrsta skipti í langan tíma var ég reiður og það var skrítið því ég var eiginlega ekki reiður við neinn en var samt voða reiður.

En ég fór með sjónvarpið til læknis og fékk þær fregnir í dag að líðan þess er stöðug. Mín bíður 14.000 kr. reikningur og sjónvarp sem hefur öðlast lífslöngun á ný.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvað hefði gerst ef að playstation2 tölvan mín hefði ákveðið að fylgja fordæmi sjónvarpsins. Það hefði eitthvað flogið útaf 3. hæð, annað hvort ég eða sófasettið.

En svona er þetta
/JFK