JFK

The wonderful world of John

Tuesday, January 22, 2008

labbaði á hurð

Jæja, þá er maður búinn að labba á hurð á því herrans ári '08. Reyndar er það ekki alveg nákvæm lýsing þegar ég segi labba því að ég eiginlega opnaði hurðina og labbaði á hana í einum rykk. Ég mætti semsagt í vinnuna með bólgið auga og sagði að ég hefði labbað á hurð. Það voru fáir sem trúðu því.

Handboltinn er mál manna þessa daganna og ég hef komist að því að ég tek þetta alltof mikið inná mig. Ef að vel gengur er ég glaður, illa og ég er ekki samræðuhæfur. Ætla að reyna að róa mig og hafa gaman að þessu.

Nenni ekki að blogga meir, meira seinna
/JFK

Saturday, January 12, 2008

Nýtt ár, Avúhú!

Af hverju ekki að blogga? Maður spyr sig.

Anywhoo

Jólin komin og farin. Áramótin líka. Þetta var eins gott og það getur verið. Var að vinna mikið í des og nóg að gera. Byrjaði á mastersritgerð og komst eitthvað á stað með hana. Spurning hvort að það verði meistara (masters) verk þar á ferð, kemur í ljós.

Fékk ekki svo mikið af pökkum. Verð að fara að venjast tilhugsuninni að ég sé ekki 9 ára gamall lengur og hef samkvæmt því ekkert tilkall til 63ja pakka eins og var. Fékk engu að síður frábærar gjafir þrátt fyrir að þær hafi ekki verið margar. Uppúr stendur þó gítar sem að Halla mín gaf mér og ég er búinn að vera að glamra á síðan. Held að ég verði að gera konunni minni og nágrönnum greiða með því að læra á kvikindið en mikið afskaplega var gaman að fá þennan pakka. Ekki aðeins var hann lang stærðstur heldur var hann líka skemmtilegastur.

Verð þó að minnast á flakkarann sem að við fengum frá ma og pa. Þvílíkt snilldartæki sem það er. Allir Friends- og simpsonsþættir komnir þarna inn (þökk sé Sigga Rún) og nokkrar bíómyndir í bónus. Þetta þýðir að Jón fer aldrei aftur á video leigu. Sennilega. Kannski. Líklega.

En, skólinn að byrja á mán og ekkert nema gott um það að segja.

Ætla að halda áfram að æfa mig á guitar (viljandi skrifað á ensku þannig að þetta líti flottar út)....


/JFK