JFK

The wonderful world of John

Monday, August 13, 2007

Pizzapie

Það held égnú mánudagur og helgin nýliðin. Ekkert nema gott um þessa helgi að segja. Jói og Anna Emm komu norður og það var gaman. Það var farið á smá trall á föstudaginn í tilefni af því en laugardagurinn var rólegri.
Var þó vakinn kl hálf fimm á laugardagsnótt/sunnudagsmorgun. Sá er vakti mig hafði gleymt bæði lyklum og síma og var því læstur úti og gat ekki hringt. Ég sá aumur á honum og leyfði honum að sofa á sófanum.
Svo komu Annaemm og JóiTönn í mat í gær og það var heimabökuð pizza á boðstólnum. Þessi pítsa er margrómuð fyrir að vera sú besta í evrópu og þó víðar væri leitað. Svo var farið á videoleigu og Guilty tekinn með Vin Diesel. Samdóma álit manna og kvenna að sú mynd væri mjög góð.

Anywhoo, enginn frídagur í þessari viku og það styttist í að skólinn byrji. Farinn að hlakka pínkuponsu til en á sennilega eftir að jafna mig á öðrum degi skólaárs og byrja að bölva.

/JFK

Thursday, August 09, 2007

Versló núll sjö

Það er liðin heil vika frá síðasta bloggi, og ein verslunarmannahelgi.

Mín versló var hin rólegasta, enda ekki margt um manninn í bænum. Mikið hefur verið rætt og ruglað um þessa ákvörðun að banna tilteknum aldurshóp að tjalda og ég hef að sjálfsögðu skoðun á því.

Mér finnst þetta í hæsta máta undarleg hegðun bæjaryfirvalda. Ég leyfi mér að efast um lögmæti þessarar ákvörðunar og mér finnst tímasetningin stórundarleg, korteri fyrir kosningar eins og maðurinn sagði. Verslunarmenn voru margir hverjir búnir að leggja mikinn kostnað í hátíðina, í samræmi við loforð bæjaryfirvalda. Það ber að hafa það í huga að skipulagning þessarar helgar byrjar af krafti í febrúar-mars og því nægur tími til að gera verslunarmönnum ljóst að það sé möguleiki á því að þeirra stærðsta markhóp verði nánast meinaður aðgangur að hátíðinni.

Svo skil ég ekki hvað allir eru að tala um að helgin hafi farið vel fram. Mér skildist á fréttamiðlum að mikill erill hefði verið hjá lögreglu og að á sunnudagskv hafi allar fangageymslur verið fullar.

En hvort sem menn ætla að halda áfram að rífast um þetta og fara fram á afsögn bæjarstjórnar eða ekki er ljóst að svona vinnubrögð eiga ekki að sjást.

Thursday, August 02, 2007

uuuummm Andlitsbók?

Tími á smá blogg.

Veðurspá er merkilegt fyrirbrigði. Þegar þeir spá góðu veðri verður maður oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Þegar að þeir spá vondu veðri hafa þeir yfirleitt alltaf rétt fyrir sér. Undarlegur andskoti.

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að spáin fyrir helgina er ekki góð. Hvað er þá til ráða? Klæða sig betur er svarið mitt, málið dautt.

annars hef ég verið að vesenast aðeins í facebook sem að Jói minn kom mér inná. Skemmtilegt dæmi og ég hvet fólk til að stofna sitt eigið svæði þarna inni. Hægt að vera í sambandi við fólk sem maður annars þarf ekki að hitta og/eða tala við auglitis til auglitis.

Það skín samt sól núna, vona að það teygi sig yfir á þriðjudaginn í næstu viku.

/JFK