JFK

The wonderful world of John

Friday, July 21, 2006

Iðnaðarmaður? ...not so much no...

Wellwellwell,
þá er búið að vera að vinna í "cribbinu" undanfarna daga og fátt annað komist að. Ég hef komist að því að ég er enginn smiður, pípari, málari eða rafvirki. Það eina sem ég hef getað komist nokkurn veginn skammlaust frá er að slátra flísum, enda með þar til gert verkfæri í það og það gæti hreinlega ekki verið einfaldara. Í grófum dráttum þá fer þetta svona fram:

1)Setur verkfærið í samband (jamm það er drifið áfram af rafmagni til þess að lágmarka líkamlegt erfiði)

2 Beinir verkfærinu að flísarfórnarlömbunum

3)Ýtir á þartilgerðann takka

4) Hvissbúmm og flísarnar brotna.

Það held ég nú yes sir í bob!

Það er semsagt nánast algerlega Höllu minni, vinum og fjölskyldu að þakka að þessi íbúð verður yfir höfuð íbúðarhæf. En það lítur út fyrir að það verði klárað að mála um helgina og þá er bara eftir að pússa upp eldhúsinnréttinguna og búa til eins og eitt stykki nýtt baðherbergi. Vona bara að ég hafi skilið eftir nóg mikið af veggjunum þar inni svo að nýju flísarnar tolli á.

Tuesday, July 18, 2006

Home makeover

Ahoj there
Allý er búin að taka mig útaf blogglistanum sínum og lái henni hver sem vill. Ég er aumur bloggari þessa daganna en ætla þó að skýla mér á bakvið hina ódauðlegu afsökun "það er búið að vera mikið að gera".

Ég og Halla erum búin að fá íbúðina okkar afhenta, þ.e. leigjandinn okkar er ekki leigjandinn okkar lengur. Af því tilefni er íbúðinni rústað til þess eins að byggja hana upp aftur. Við örkuðum semsagt þarna inn ásamt her manna og erum búin að vera að taka kvikindið í gegn. Ég var settur í að brjóta niður baðherbergisflísarnar þar sem mér finnst skemmtilegra að brjóta niður en að byggja upp. Ég og þetta umrædda baðherbergi (sem Jói Dentist er þegar búinn að vígja) höfum þróað með okkur eins konar love/hate relationship. Held þó að ástin muni sigra að lokum og ég eigi eftir að eiga margar unaðstundirnar þar inni.

Það styttist í að skólinn hefjist á ný og það er vel. Hlakka til að fara að tækla námsbækurnar eftir sumarfríið sem bendir til þess að ég hafi áhuga á því sem ég er að læra. Það er einnig vel.

Eitt sem að ég hjó eftir í fréttum um daginn. Það var stúlka sem að kærði nauðgun þar sem að fjórir menn eru grunaðir um ódæðið. Ég ætla ekki að fjalla um hversu viðbjóðslegur glæpur nauðgun sé heldur aðeins að minnast á fréttaflutninginn í sambandi við þetta tiltekna mál.
Ónefndur fjölmiðill sá ástæðu til þess að taka það fram að þeir menn sem grunaðir eru um verknaðinn séu allir af erlendum uppruna.

Hvað með það?
Hverjum á að líða betur vegna þess?

Ég held að fórnarlambinu sé nokk sama, sársaukinn er hvorki meiri né minni fyrir vikið.
Þegar að fréttir eru bornar svona fram "erlendum uppruna" verður það til þess að það litla umburðarlyndi sem til staðar er í samfélaginu verður enn minna. Af hverju ekki að taka fram trúarbrögð, litarhátt osfrv.

Ég er á móti svona fréttaflutningi.

En ég er að oxast úr þreytu.

Það þýðir hinsvegar ekkert að væla, halda áfram að vinna og svo að gera cribbið að mansion

JFK