JFK

The wonderful world of John

Sunday, April 30, 2006

Inni maðurinn = Inside man

Fór í bíó í gær með Höllu minni á inside man. Stórgóð. Spike Lee að gera góða hluti og aldrei þessu vant þá var ekkert gífurlega mikil ádeila á einhvern einn hóp. Það var pínu ádeila, en ekki gífurlega mikil, svo að það sé á hreinu.
En mæli hiklaust með þessari ræmu, þrælgóð. Ætla að smella á hana fjórar stjörnun af fimm mögulegum.

Svo eru Atli bró, Eva Mágk og Magnús Máni stórfrændi í heimsókn. Rosalega gaman að sjá litla frænda sem er reyndar að stækka yfirnáttúrulega hratt. Krútlegasta barn í heimi, segi það og skrifa.

Annars er allt við sama heygarðshornið, BA og aftur BA. Gaman aðessu.

JFK

Monday, April 24, 2006

Vúbbbdííídúúúú

Virðuleg fyrirsögn á virðulegu bloggi...

Anywhooo...

....ég hef verið bænheyrður. Skiladegi B.A. hefur verið frestað og í stað þess að skila fullkláruðu verki 1.næsta mánaðar á að skila því 15. næsta mánaðar. Sem er gott. Annars hefur vinnan bara gengið nokkuð vel eftir að maður náði að sökkva sér almennilega í þetta. Ritgerðin lengist jafnt og þétt og allt eins og það á að vera.
En það verður svo sem að hafa það í huga að það er fátt annað sem kemst að þessa daganna og þegar maður er inntur eftir fréttum er það yfirleitt tómur svipur sem ég svara með. Ef ég yrði hinsvegar spurður um málefni ríkisfangslausfólks kæmi fólk ekki að tómum kofanum, nosiríbob!

anywhoo, þýðir ekkert að slaka á þó svo að fresturinn sé kominn. Halda áfram af fullum krafti og klára þetta helv....

Annars var Raggi að kaupa sér bíl og Mojoe líka. Veldi á þessum sunnanmönnum, til hamingju með þetta drengir.

JFK

Friday, April 21, 2006

Öppdeit

Gaurinn sem festist á flugvellinum í færslunni hér að neðan er víst ennþá á flugvellinum. Í myndinni endaði þetta allt voða vel og allir glaðir en í raunveruleikanum er kappinn fyrir framan eitthvað check-in counter á Charles De Guelle flugvellinum í Frakklandi. Og búinn að vera það í einhver 17-18 ár. Orðinn geðveikur í þokkabót. En á samt alltaf þessa 250.000 dollara sem að spielberg og félagar borguðu honum. Og peningana sem hann fékk fyrir bókina sem hann skrifaði um reynslu sína.

anywhoo ef að langt líður á milli bloggfærslna er það B.A. að kenna og ekki mér.

JFK

Wednesday, April 12, 2006

It's Hollywoods world, we only live in it

Ég er svona eiginlega búinn að komast að því að Hollywood stjórnar heiminum og öllu sem í honum gerist. Þessa uppgvötun má rekja til heimildarvinnu minnar fyrir B.A. ritgerðina (segiði svo að maður læri ekkert af því að vera í skóla).

Ritgerðin á semsagt að fjalla um réttindi fólks sem er án ríkisfangs. Glöggir lesendur huxa núna með sér "jáaaaaa eins og í myndinni þarna með Tom Hanks um gaurinn sem
festist á flugvellinum"

Jepp nákvæmlega það (ásamt öðrum aðstæðum). Nema hvað. Ég ákvað að googla þennan Viktor Navorski, sem sagan The Terminal byggir á, í von um að finna eitthvað sem að gæti hjálpað mér varðandi verkefnið. Í ljós kemur hinsvegar að google er alveg sama um Viktor og reynir alltaf að benda mér á Tom Hanks, the Terminal eða kvikmyndagagnrýni, sem hjálpar mér náttúrulega ekki neitt því ég er búinn að sjá myndina og get gagnrýnt hana sjálfur.

Ef leiðbeinandinn minn rambar inná þessa síðu og getur lesið íslensku skal það tekið fram að ég kem ekki með að byggja ritgerð mína á Viktori eingöngu, ætlaði aðeins að nota sögu hans mér til fróðleiks.

En sem betur fer eru til heimildir um þetta tiltekna efni sem ég get leitað í og af nógu að taka.

Best að halda áfram að rýna í þær og hætta blogga.

JFK

Monday, April 10, 2006

Celebið ég

Jæja, mánudagur og ekkert með það. Er búinn að vera rosalega erfiður í gang á morgnana síðan ég kom heim frá usa. Vill eiginlega bara sofa og sofa. En það þýðir ekkert því að ég þarf að vinna í dressmann þessa vikuna og gera B.A. ritgerð. Góðu fréttirnar eru þær að ég er búinn með allt sem ég átti að gera í áfanganum hjá Tim. Slæmu fréttirnar eru hinsvegar þær að ritgerðirnar tvær voru svoltið crappy.

Annars er ég frægur í 15min í dag. Búið að birta grein á mbl.is, fsha.is, dagur.net og ég veit ekkert hvar og hvar um svaðilförina miklu til D.C.
Gaman aðessu eins og þeir segja.

En nú er ég þreyttur, brjálað að gera í dressmann í dag og allir að missa sig vegna ferminga, vantar föt á strákinn og pabbann og það á að vera veisla á morgun. Common people, organize. Redda þessu með fyrirvara.

Ætla heim að lulla.
JFK

Friday, April 07, 2006

Örblogg

Þá er ein ritgerð að baki, einn fyrirlestur og eitt próf. Þá er bara eftir ein ritgerð og B.A. ritgerð eftir, easy peasy.

Svo er farið að styttast í páskanna, þetta þýtur áfram. Það heldur áfram að snjóa og því ætti að vera eitthvað af fólki í bænum að skíða á páskunum.

Svo er helgin eiginlega bara kominn, verður rólegt í kvöld, úrslit í idolinu og ég er að spá í að fá mér smá öl og slaka á yfir því.
Á morgun ætlum við Halla mín svo að fara út að borða og ég hlakka til. Er eiginlega farinn að finna bragðið af steikinni núna og því farinn að slefa í samræmi við það. Spurning hvort að þetta verði jafn gott og maturinn sem við strákarnir fengum okkur í D.C. á "The Grill" en það var syndsamlega gott.

Annars væri gaman að heyra hverjir af sunnanmönnum ætla að koma norður um páskanna og þá hvenær, endilega kommenta.

sný mér aftur að því af hverju ætti að lögleiða eiturlyf

JFK

Wednesday, April 05, 2006

Abe is fine

Wellwell kominn aftur frá usa. Frábær ferð. Okkur gekk ágætlega í keppninni, lentum reyndar í því að einn liðsmaður veiktist þannig að þetta hefði geta farið enn betur. Heilt yfir held ég að við getum verið stolt af okkur frá litla Íslandi og borið höfuðið hátt.
D.C. er afskaplega flott borg og við vorum þess heiðurs aðnjótandi að vera þarna í "cherry-blossom" hátið. Hún snýst semsagt um þessi litlu krúttlegu tré sem blómstra í 3 vikur á ári og viti menn, voru að ná hápunkti þessa daga sem við vorum þarna. Good times.
Svo vorum við næstum því keyrð niður af leyniþjónustunni, lentum óafvitandi í kvikmynd og heilsuðum uppá Abe.

Nenni samt ekki að skrifa meira því að ég þarf að skila inn tveimur ritgerðum, halda einn fyrirlestur og taka eitt próf. Helst í gær.
Ójá, svo er það B.A. ritgerð....

JFK