JFK

The wonderful world of John

Thursday, October 26, 2006

No more reading, Ever.

Ef frá er talið súrefnisleysi, hreyfingarleysi og almenn örþreyta hef ég það gott. Er staddur í fundarherbergi bókasafnsins og er furðulegt nokk búinn að lesa það sem er til prófs á morgun, fyrir utan örfá smáatriði sem ég kýs að kalla "tittlingaskít"

Ekki laust við að ég finni fyrir ákveðinni tilhlökkun vegna morgundagsins, þe eftir kl 13, ekki fyrir, alls ekki fyrir. Úff hvað ég ætla ekki að koma nálægt neinu sem heitir bók, er meira að segja að spá í að sleppa því að lesa fréttablaðið.

En hugmyndir varðandi grímuballið á laugardaginn eru að mótast, ekkert ákveðið þó. Enda hef ég engan tíma til að vera huxa um svoleiðis vitleysu, nósiríbob.

En konan mín var krúttleg í gærkveldi og kom kallinum þægilega á óvart þegar ég lak inn um dyrnar. Það er gott að eiga góða konu.

Annars er ég að svindla því ég er í tölvubanni þangað til á morgun. Það er bara vegna margítrekaðra hótanna um líkamsmeiðingar og annað verra sem ég sé mig tilneyddan til þess að henda þessum gersamlega tilgangslausa pistli inn.

Ætla semsé að hætta að kvelja ykkur með þessu og harka mig í gegnum síðustu metranna.

/JFK

Tuesday, October 24, 2006

Bark twice if youre in Miliwakee

Fór á Mýrina um helgina. Stórgóð. Besta íslenska mynd sem undirritaður hefur séð og ég tek undir orð Allýar og Dodda að þessi mynd gæti jafnvel plummað sig á erlendum markaði.

Helgin var með rólegasta móti. Gerði mitt annað laxasalat um ævinna og sveimérþá ef að það var ekki bara betra en það fyrsta (ég hélt að á þeim tíma sem að ég gerði fyrsta salatið að fullkomnun væri náð og tilgangslaust væri að reyna að toppa það). En toppað var það og then some.

Vikan sem nú er hafin og lýkur á föstudaginn (þannig mæli ég vikur, mán til fös) verður sennilega einhver sú einhæfasta í minni stuttu ævi. Stórt próf á fös (lok vikunnar) og ég verð að læra fram að því. En þá tekur helgin við og það er eitthvað hrekkjarvökudæmi á laugardaginn. Einu skiptin sem ég hef "I have nothing to wear" áhyggjur eru þegar ég er að fara í svoleiðis tjútt. Sem hefur kannski gerst þrisvar á ævinni. Þannig að ég hef þessar áhyggjur ekki oft. Þetta var pointless.

Anywho, rétt að taka stöðuna, back to the bookz, the wonderfull bookz

/JFK

(það skal tekið fram að titill þessa póst hefur akkurat ekkert með þennan póst að gera, ...ekkert!)

Thursday, October 19, 2006

Free Willy my %#$%

Ég er ekki alveg að skilja þessi viðbrögð "alþjóðasamfélagsins" við þeirri ákvörðun íslendinga að byrja að veiða hvali. Það er eins og við höfum ákveðið að gera út 20.000 hvalveiði skip með það eina markmið að drepa alla þá hvali sem við komum auga á. Og ef við sjáum höfrunga eða litla sæta seli þá drepum við þá í leiðinni. Og þetta gerum við af mannvonskunni einni saman.

Nú spyr ég, hvað er svona merkilegt við að veiða þessi dýr? Persónulega finnst mér hreindýr alveg endalaust krúttleg, kálfar eru algjörar dúllur og ekki láta mig byrja á lömbunum. Það virðist samt vera allt í lagi að veiða hreindýr sér til skemmtunar, ala kálfa upp í naut og éta svo og slátra lömbun í tonna vís.

Ég á enn eftir að heyra rök sem sannfæra mig um að veiða hvali sé vont eða siðferðislega rangt. Þeir eru ekki í útrýmingarhættu en það væru sennilega einu rökin sem að ég myndi taka góð og gild fljótt á litið.

Veiðiaðferðirnar eru reyndar ekkert huggulegar en hvenær eru þær það? Að draga þorsk í net er varla þægilegur dauðdagi hvað þá að renna fyrir fisk með því að krækja í hann öngli og þreyta hann í þrjá tíma. Eigum við að finna meira til með dýrum eftir því sem þau eru stærri? Ég kaupi það bara ekki. Það sem er sennilega að pirra mig við þetta allt saman er það ósamræmi sem að mér finnst vera í þessu. Þetta er í lagi en hitt ekki og af því bara. Ég vil betri skýringar en ég hef fengið hingað til.

Thursday, October 12, 2006

Hairy scary Larry

Kominn tími á blogg, það verður ekki komist hjá því.

Atli bro og Magnus frændi voru á ak-city fyrir stuttu eins og ætti að vera ljóst þeim tryggu lesendum sem hingað koma. Það var alveg meiriháttar að hitta drengina og undir það síðasta var Magnús næstum því alveg hættur að vera hræddur við jón frænda.
Það voru nokkrar skýringar gefnar á því af hverju drengurinn sýndi þessi hræðslu viðbrögð í hvert sinn sem ég kom en vinsælust var, eins og pabbi hans orðaði það

"þú ert svo loðinn, rakaðu þig og farðu í klippingu".

Og þar hafiði það, ég er loðinn.

Ég get engan veginn tekið undir það að vera loðinn. Er ekki með stakt bringuhár, bringan á mér er eins mjúk og barnsrass. Bakið er einni hárlaust, lof sé guði. Lappirnar eru svona í loðnari kanntinum en alls engar öfgar.

Ég vil meina að drengurinn sé með afburðum vel gefinn og mikill mannþekkjari. Hann sér alveg í gegnum mig, þið hin gerið það ekki.

En nú er ég í tíma og hef þessvegna ekki tíma

/JFK

Wednesday, October 04, 2006

Það er allt einfalt ef þú kannt það

Eitt próf nýýýýbúið og annað alveg að koma. Ands... djö... helv...

Anywho, ég var rétt í þessu að fá staðfest að Atli bró og Maggi stórfrændi ætla koma um helgina alla leið frá Danaveldi. Og ætla vera í viku. Ekkert nema snilldin ein og ég hlakka mikið til að fá feðgana norður.

Á föstudaginn er sprellmótið mikla í HA? og verður eflaust endalaust gaman. Er samt að spá í að beila á því. Verð yfirleitt óstarfhæfur um fimmleytið þannig að það er ekki mikið á mér að græða og ég er viss um að liðsmenn mínir gráti ekki fjarveru mína.

Fórum niður í héraðsdóm í dag. Að spjalla við Óla dómara. Hann sat fyrir svörum fróðleiksfúsra laganema í mastersnámi og var að ræða um gjaldþrotalögin. Sem hann segir að séu einföld. Ekki mikið notuð samt. Ég er hinsvegar á leið í próf á föstudaginn úr nefndum lögum. Og mér finnst þau ekki einföld. En ég er enginn dómari þannig að....

Well, halda áfram að læra

/JFK