JFK

The wonderful world of John

Tuesday, April 15, 2008

Og ég er .....

...voða voða sybbinn. Sit hér uppá borgum og er sybbinn.

Fór í póker um helgina á meðan Halla mín og Helena mágkona voru að gera girly-stuff. Þá liggur beinast við að gera manly-stuff og hvað er meira manly en póker? Ekkert, nema kannski póker og vindlar frá kúbu. En pókerinn gekk skítsæmó og ég lenti í 3ja sæti, segi það og skrifa.

Ætti samt að vera að þegja og skrifa ML ritgerð, en ég er sybbinn.

Veðrið, boy o boy veðrið, vorið að koma og allt æðislegt að frétta af þeim vígstöðvum. Langar að grilla. Langar í grill. Redda þessu síðast nefnda fyrst og fer svo í það fyrrnefnda.

Og nei mamma, ég er ekki hífaður þegar þetta er skrifað, bara voða voða sybbinn....


/JFK

Wednesday, April 02, 2008

Gasolina

Eftir margra vikna umhugsunarfrest hef ég ákveðið að blogga. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að sú ákvörðun borgi sig.

Anywhooo...
Er að skrifa ritgerð. Er með skrifstofu á Borgum sem ég deili ásamt Geira. Dandala fínt allt saman og ritgerðin mjatlast áfram á sínum hraða en ekki mínum. En þetta hefst allt saman.

Varð vitni að sjaldgæfum atburði í gær. Mótmæli samlanda minna gegn háu bensínverði og á sjöunda tug trukka að mér skilst sem tóku þátt í því. Ekki ætla ég að halda tölu um málstaðinn sem slíkan (enda Bjarki búinn að gera því góð skil á www.bjarkis.com). Hins vegar langar mig að benda á að í fyrsta skipti í langan tíma eru menn að sýna hug sinn í verki. Við erum evrópu, heims og smáþjóðameistarar í tuði en yfirleitt gerum við ekkert annað en einmitt það. Tuðum.

Nú virðist hinsvegar sem allnokkrir hafi tekið sig til og ákveðið að gera eitthvað annað í málunum. Mér finnst það allt að því aðdáunarvert. En ég hef ekki lent í töfum vegna þessa og þarf ekki að ná í barn á leikskólan, ná flugi eða mikilvægum fundi. Þá væri kannski annað hljóð í skrokknum.

Það skiptir ekki máli hvort að ég hafi samúð með málstaðnum eða ekki. Mér finnst fínt að menn skuli láta verkin tala en ekki bara orðin tóm.

Svo að lokum,
verður þetta síðasta bloggfærslan eða ekki?

/JFK