JFK

The wonderful world of John

Friday, September 26, 2008

Hvað er að frétta af JFK

Af hverju ekki að blogga?

Ég ætla ekki að fara út í ástæður bloggþurrðar, þær eru engar. Ég ætla ekki að koma með háfleygar yfirlýsingar um að nú muni ég blogga eins og vindurinn, það væri lygi.
Ég ætla hinsvegar að rita örfá orð um það sem á daga mína hefur drifið undanfarna mánuði.

Fyrst ber að nefna brúðkaup. Mitt brúðkaup meira að segja. Ég giftist ástinni minni, henni Höllu, 12. júlí s.l. og sá dagur var fullkominn. Fjölskylda og vinir gerðu þennan dag þann besta sem undirritaður hefur upplifað.

Hætti í dressmann eftir áratuga viðveru þar. Fór að vinna í Levi's. Hafði gaman af tilbreytingunni en sakna vinnufélaga í Drez.

Fór til Tenerife í brúðkaupsferð. Eins og brúðkaupið sjálft var ferðin fullkomin. Lágum í leti í sólbaði, löbbuðum um, kynntumst nýju fólki (Adda og Elísu) og höfðum áhyggjur af yfirvigt á leiðinni heim.

Flutti til Ísafjarðar (já ísafjarðar). Fékk þar stöðu fulltrúa hjá sýslumannsembættinu þar sem ég sé um ákærumál. Virkilega spennandi vinna en með augljósan ókost. En tíminn líður hratt og ég verð duglegur að koma norður.


Hef þetta ekki lengra í bili, veit ekki hvort eða hvenær einhverju verður hent inn hér til viðbótar

Góða helgi
Fulltrúinn
(hér eftir skrifa ég einungis undir sem "fulltrúinn", þið verðið bara að kyngja því)