JFK

The wonderful world of John

Monday, March 20, 2006

Niðurtalningin er hafin

Þá eru fjórir dagar í D.C. sem er náttúrulega bara fáranlegt. Eftir sex mánaða undirbúning er loksins komið að þessu. Sonneretta.
Það þýðir aftur að næstu fjóra daga verður lítið sem kemst að í lífi okkar sem ekki tengist Phillip C. Jesus keppninni á einhvern hátt.

Helgin var með rólegasta móti, afrekaði það að vinna og næla mér í kvef. Ég held að ég sé með eitthvað það lélegasta ónæmiskerfi í álfunni. Er að bryðja allar töflur sem að ég kemst í til þess að losna við þetta helv... og vonandi að það gangi upp. Er hinsvegar búinn að tilkynna þeim sem hafa áhuga á að ég fer út þó að ég sé kominn með lungnabólgu og byrjaður að hósta blóði. Það verður farið til usa og ekkert með það.

Okkur var bent á að búa til bloggsíðu fyrir jessup-liðið þannig að þeir sem áhuga hafa geti fylgst með framvindu mála í D.C. Slóðin er www.islandsmeistarar2006.blogspot.com og hvet ég sem flesta til þess að kikka á þessu. Við ætlum að reyna að henda inn upplýsingum þegar við erum þarna úti og aldrei að vita nema myndavélin verði tekinn upp.

En ég ætla að snúa mér aftur að the international court of justice. Good times!

JFK

Wednesday, March 15, 2006

Lögleiðing eiturlyfja og ammæli

Fyrst ég er hérna þá get ég alveg eins bloggað.

Panell í gær þar sem að við fórum á kostum. Vorum að halda ræðurnar okkar fyrir þungarvigtarfólk í þjóðarrétti og þóttum bara standa okkur vel. Núna eru líka bara níu dagar þangað til við förum út þannig að það er eins gott að þetta sé að smella saman.

Fór í ræktina í fyrsta skiptið í árþúsund í gær. Það var fínt og ég finn aðeins fyrir því í litla kroppnum mínum, strengir og solleiðis.

Byrjaði í nokkuð áhugaverðum áfanga á mánudaginn. Hann fjallar í grófum dráttum um hvort að lögleiða eigi eiturlyf. Kom mér á óvart hversu margir eru til í að skoða þann möguleika, ég þar meðtalinn. Legg þó áherslu á "að skoða þann möguleika". Það eru rök í báðar áttir og umræður í tíma hafa verið áhugaverðar. Vonandi verður þar áframhald á.

Annars er nóg að gera og styttist óðfluga í afmælisdaginn minn. Í fyrra voru mamma og pabbi í útlöndum þegar ég átti afmæli. Fyrir þá sem ekki vita er ég mikið afmælisbarn og verð að viðurkenna að ákveðin vonbrigði og sárrindi fylgdu því að foreldrar mínir hafi ákveðið að flýja land á þessum merkisdegi. Ég sá mér því leik á borði og ákvað að hefna mín í ár. Það eina sem ég þurfti að gera var að koma mér í jessup-lið, læra eins og vitleysingur í fjóra mánuðir, leggja elstu lagadeild á Íslandi af velli og hvissbúmm ég er kominn með farseðil til Washington.
Keppnin verður semsagt sett þann 26.mars sem eins og allir vita er ammælisdagurinn minn.

Anywho, er að huxa um að hafa þetta ekki lengra í bili, þarf að vinna aðeins í ræðunni.

JFK

Wednesday, March 08, 2006

Roadkill

Jessup farið að taka sinn toll, ég missti af Barcelona v Chelsea. Var á tímibili í gær að huxa um að draga mig útúr liðinu til að geta horft á leikinn. En sem betur fer gerði ég það ekki því að mínir menn náðu bara jafntefli í frekar daufum leik.

Ég var hinsvegar að halda ræðu mína fyrir Ásgeir og Racheal og var grillaður. Mig dreymdi meira segja í nótt að ég hefði lent í bílslysi, sem er svo sem í samræmi við frammistöðu mína í gærkveldi. En batnandi mönnum er best og lifa og dómaraparið sagði að það væri margt gott í þessu hjá okkur.

Kennslu í sveitarstjórnarrétti lauk svo í dag og bara eftir próf á föstudaginn. Það þýðir annað krossapróf sem eru ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér en það þýðir ekkert að væla.

Sá Brokeback mountain í fyrradag. Djísusfokkinkræst. Myndin var vel leikinn, flott umhverfi og allt það. Eini gallinn við hana var í raun hversu óhóflega drepleiðinleg hún var.

En jæja, sný mér að sveitarst.rétt vííííi

JFK

Monday, March 06, 2006

Stutt

Wellwell
mánudagur mættur og allt að gerast. Kallinn svoltið sybbinn enda búið að vera nóg að gera.

KB banka árshátið á laugardag og það var snilld. Allt 100% vel veitt af öllu og ég borðaði kanínu. Sérstakt bragð.
Wigwam kom og spilaði og þeir eru bara snillingar. Svo var flogið heim á sunnudagsmorgun og tjallinn fór í vinnuna. Svo lærði hann (kallinn þ.e.)

las moggann og bls 69 hefur aldrei verið skemmtilegri

Hef þetta ekki lengra í bili,
þetta er svokallað örblogg

JFK

Thursday, March 02, 2006

100% hamingja eða aukning eða eitthvað

Nú finnst mér nóg komið. Það er alltof mikið að gera. Er að fara í próf á mánudaginn sem að fór skyndilega úr því að vera 20% í það að vera 40%, bara rétt sisvona, hvissbúmm. Ég er hinsvegar að fara suður á laugardaginn, heim á sunnudaginn, vinna í dressmann á sunnudaginn þannig að ég verð að læra "rassinn af mér" í dag og á morgun. En á morgun þarf ég líka að fara að reyna að sníkja einhverja styrki út fyrir Jesus.

Talandi um það, þekkir einhver einhvern hjá flugfélagi sem er reiðubúið að fljúga með okkur til usa fyrir nánast ekki neitt. Það væri vel þegið.

Annars er lítið að gerast, fallegt veður úti. Fyndið hvað maður nær alltaf að svekkja sig á því hvað veðrið er fallegt þegar maður er inni að læra. Eins og maður myndi skyndilega taka uppá því eftir 11 ára hlé að skokka út með körfuboltann og taka smá session. Held ekki.

Jæja, best að snúa sér aftur að lærdómnum þar sem að vægið jókst um 100% í dag, and... helv... djö...

JFK