JFK

The wonderful world of John

Wednesday, December 28, 2005

How jú dúin'?

Það styttist í að árið verði liðið. Mikið búið að gerast á þessu ári en það verður kannski tekið saman í þar tilgerðum pistli. Þessa daganna er það annars bara át, vinna og lærdómur.
Jessup er semsagt komið á fullt aftur og nýjustu tölur benda til að keppnin verði haldin þann 9.janúar næstkomandi. Það þýðir að ég þarf að krassa einhverstaðar en hef ekki miklar áhyggjur af því, nóg er framboðið (þessi fullyrðing á eftir að bíta mig í rassinn).
En ég er semsagt staddur uppí skóla og er að læra, eitthvað sem að ég á ekki að venjast á þessum tíma árs en what the hell...
Svo verða áramótin komin og farinn áður en að maður veit af. Að þessu sinni verð ég heima hjá tengdaforeldrum mínum ásamt fjölskyldu Höllu, meginþorra hennar þe. SiggiRún er í fríi þannig að ég sé fram á part-e.

Good times

Anywhooo, Case and Materials on international law, sixth edition eftir D.J. Harris bíður,
ég spring úr gleði

JFK

Saturday, December 24, 2005

GLEÐILEG JÓL

Ég vil óska fjölskyldu minni og vinum gleðilegra jóla með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.

Þetta er búið að vera gott ár og ég hef verið laus við stóráföll (það sem af er...). Keypti íbúð með Höllu minni og nýjan bíl og skólinn hefur gengið með ágætum. Þess vegna er ég þakklátur og ætla að passa mig á að gleyma ekki hversu gott við höfum það.

Ég vona að næsta ár verði vinum mínum og fjölskyldu eins gott og mögulegt er.

Takk fyrir mig,
Jón Fannar Kolbeinsson

Tuesday, December 20, 2005

Kong, King Kong

Fórum semsagt í bíó í gær, ég og Halla mín. Verð bara að segja að mér fannst myndin góð.Tek þó undir það sem að Willy sagði að það var of mikið um að menn væru að tala saman á meðan myndinni stóð. Það fer alveg afskaplega mikið í taugarnar á mér. En myndin var góð.

jamm, bara góð.

Fer svo að vinna kl 12 og verð til 22, víííííí

anywhoooo...

JFK

Monday, December 19, 2005

Jingle all the way

Eins og alltaf, nóg að gera. Var í fríi í dag og notaði daginn til þess að ná í ísskápinn sem ég var að kaupa af Atla bróður. Varð reyndar svoltið hissa þegar ég fékk tilkynninguna frá Flytjanda því að þar stóð að einhver Árni hefði sent mér skápinn. Við nánari athugun kom það hinsvegar í ljós að bróðir minn skrifar bara ekki betur því að ég gat ekki betur séð sjálfur en að Árni stæði þarna skýrum stöfum.

Svo var kallaklúbbur um helgina og var hann haldinn hjá Sigga. Við ákváðum að tileinka kvöldinu póker og það var staðið við það. Ásgeir reddaði meira að segja "professional" poker setti sem að vóg 11.5 kg. Ásgeir var líka fyrstur til þess að tapa öllu og afrekaði að gera það á ca 15min. Það virtist hinsvegar ekki nægja því að hann tók og sprengdi bankann í kjölfarið. Bjarki stóð hinsvegar uppi sem sigurvegari vel heppnaðs kvölds. Það var einnig einróma samþykkt að kallaklúbburinn myndi fjárfesta í svona poker setti.

En framundan eru jólin og ég hlakka til. Veit ekki ennþá hvaða strákar ætla að koma norður, Raggi og Robbi koma, en spurning með Sverri, Dodda og Örvar. Spurning um að heyra í þeim og athuga stöðuna.

En í kvöld erum ég og Halla mín að spá í að fara í bíó og sjá myndina um apann.

Gott stuff.

JFK

Wednesday, December 14, 2005

Kallinn að taka við sér

10 dagar í jól, avúhú.
Var að vinna í dag og Ziggi er kominn heim frá Londonbaby. Hljómar eins og hann hafi skemmt sér vel og hann keypti ekki nema ca 30 bindi þarna úti. Ekki eins og kallinn vinni í fataverslun. Held eiginlega að hann sé orðinn óður í föt eftir þessa veru í dressmann en það er alltílagi.

Svo er stefnan sett á bíó í kvöld með postmaster Bjarka, eflaust endalaus skemmtun sem fylgir því.

Á morgun verður svo opið til tíu í búðinni minni þannig að það verður fjör.
nenni varla að hafa þetta lengra

blæíbili
JFK

Tuesday, December 13, 2005

Bloggþurrkur

Jæja, það er langt síðan ég hef bloggað, síðan eru liðin mörg ár. Þó hefur ekki margt fréttnæmt gerst. Ég er búinn að vera að vinna og svo fór ég í dag (á frídeginum mínum) og bónaði bílinn. Tók ca þrjá tíma í að bóna kvikindið enda lítur hann guðdómlega út núna. Verst að ég tími eiginlega ekki að keyra gullmolann neitt því að þá verður hann skítugur aftur.

Varðandi commentið frá Farbor Willa hér á undan, þá örlaði fyrir samviskubiti hjá mér vegna fyrri ummæla um sænsku. Það skal hér með skýrt tekið fram að allar þessar mínótur sem að Willy eyddi í að skóla mig um vegi sænskunar voru vel þegnar og vel nýttar. Enda sá hann fyrstur manna þessa náttúruhæfileika sem ég bý yfir þegar kemur að sænskunni.

En annars er það vinna framundan, á fimmtudaginn verður farið að hafa opið til 22:00 í dressmann og þá eru að koma jól, þabbarsolleiðis.

Hef þetta ekki lengra í bili því að ég þarf að fara í sturtu,
JFK

Thursday, December 08, 2005

Þegar eitthvað bítur mann í rassgatið...

ég sá svona könnun-thingi inná blogginu hjá Adlehæd (Allý) og ákvað að taka hana. Það fylgdi því þó það skilyrði að ég yrði að setja svona könnun á bloggið mitt en ég huxaði með mér að ég myndi hunsa það og humma af mér. Það gengur ekki betur en svo að ég er kominn með nagandi samviskubit.
Ég er hinsvegar í vafa um hvort að ég eigi að setja þetta á bloggið þar sem að ég gæti sagt eitthvað til þess að hneyksla, uppljóstrað einhverjum leyndarmálum eða eitthvað.
En ég er hugrakkur drengur og læt því slag standa:


1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Tékkum á þessu,
JFK

Monday, December 05, 2005

Hornös?

jahá, þegar maður fær comment frá Hornös að segja manni að vera ekki latur að blogga er erfitt að leiða það hjá sér. Sérstaklega þegar að maður kemst að því að Hornös er bara eitt af leyninöfnum kærustunnar sinnar.
Jamm þar hafið þið það gott fólk, kærasta mín er hornös.

Allaveganna, þá er helgin liðin og ekkert nema gott um það að segja. Ég tók mér reyndar bara frí í dag til að jafna mig eftir átök helgarinnar. Dressmann staffið fór á jólahlaðborð á laugardaginn og það var mjög vel heppnað. Tók kannski full hressilega á því og var ekki sá skemmtilegasti undir lokin en það var ekkert alvarlegt.

Á morgun ætla ég svo að taka smá Djéssup syrpu og á miðvikudaginn byrjar vinna í stressmann fram að jólum.
Hef ekki meira um málið að segja nema að pakkinn hennar Kollu sys er klár og á leiðinni í póst í fyrramálið.

Túdlus,
JFK

Thursday, December 01, 2005

Mynd af frænda


máli mínu til sönnunar set ég hér inn mynd af flottustu frændunum

Fyrst að ég er að þessu

þá setti ég líka link á flottasta frænda í heimi, Magnús Mána. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hlutleysi mitt er ekki algert, en það er leitun að öðrum eins nagla og litla frænda.
Foreldrar hans eru reyndar að stefna til Danmerkur en ég ætla að reyna að telja þau á að skilja hann eftir. Það færi vel um hann hjá frænda sínum, það er klárt.

Þriðji póstur dagsins, það mætti halda að ég væri að læra undir próf...

JFK

Heilög kýr

Haldiði að kallinn hafi ekki vanrækt að nefna það merkilegasta við þennan dag. Fullveldið kunna einhverjir að huxa en þau tíðindi eru smámunir samanborið við þær fréttir sem að ég hef fram að færa. Í dag eru þrjú ár frá því að ég og Halla mín byrjuðum saman. Það held ég nú yessiríbob.
Ákvað að deila þessum fregnum með lesendum, þetta er stórgóður dagur í lífi Jóns.

JFK

Hvað haldiði

Kolla systir byrjuð að blogga. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem að það gerist og alltaf eru yfirlýsingar um að nú skuli haldið út bestu bloggsíðu í heimi, sjáum hvað gerist. Reyndar er gaman að lesa bloggið hennar þannig að ég vona að hún endist eitthvað núna. Því segi ég stoltur að ég er búinn að bæta við link á síðuna hennar, hann er hér til hægri undir "vinir og vanda"

Annars er það bara skólinn núna, á morgun er próf og svo jólafrí, avúhú. Það verður því lært fram í fingurgóma í dag og kvöld.

Ætla annars ekki að hafa þetta lengra, bækurnar bíða.

Gleðilegan December,
JFK