JFK

The wonderful world of John

Wednesday, September 27, 2006

Monday bloody Monday

Ég hef staðið mig að því í dag að muldra orð sem að ég hélt að ég ætti aldrei eftir að muldra. Sat í tíma og huxaði með mér "ég vildi að það væri mánudagur" Yes folks, þið lásuð rétt, mánudagur. Eiginlega vildi ég að það væri mánudagur svona ca fram á næsta miðvikudag. Af hverju, kunnið þið að spyrja. Vegna þess, svara ég þá, að það er próf á föstudaginn, það á að lesa einhverjar 18.000 bls fyrir þetta próf og ég hef ekki tíma. Annars er ég hress, að öllu öðru leyti en þetta er ég hress.

Svo var jói tönn að kaupa sér bíl, fallegan bíl. Mig langar í svona bíl en ég er fátækur námsmaður og hef ekkert efni á svona bíl. Mér er sama þó að fólk segi að ég sé ríkur því að ég hef heilsu, góða konu og allt það. Mig langar í dýran bíl, svoleiðis er það bara. Annars er þetta ekkert annað en vanþakklæti, auðvitað kann ég að meta þetta sem ég taldi upp áðan og er, eins og afinn í Jóni Odd og Jóni Bjarna sagði, moooooldríkur.

En kannski að ég ætti að snúa mér aftur að bókunum, sérstaklega í ljósi þess að ég var að enda við að kvarta undan að ég hefði engan tíma. Svo er ég á netinu. Að blogga. Vitleysa er þetta.

/JFK

Monday, September 25, 2006

Leirdúfur eru minni en þú heldur

Fínasta helgi liðin. Fór í óvissuferð með KB-banka á laugardaginn sem var alveg hreint stórskemmtileg. Skeit á mig í leirdúfuleikfimi, skeit á mig í körfubolta en náði að vinna mér inn stig aftur í Brennó. Tapaði þeim stigum svo aftur í "ratleiknum". Heilt yfir ekki minn dagur. En fór í íshokkí og náði að skora. Svo var haldið á All-inn (á móti sjallanum) og borðað og farið í singstar. Þar náði ég nokkrum stigum í viðbót. En fínasta helgi alveg hreint.

Framundan er strembin vika, próf á föstudaginn sem ég er að fara verða ponsu stressaður fyrir. En það þýðir ekkert að væla, það hlustar hvort sem er enginn á mig.

Hilsa
/JFK

Monday, September 18, 2006

The same heygardencorner

Á bókasafni Háskóla Akureyrar. Að skrifa ritgerð. Aftur.
Helgin komin og farin, stóráfallalaust. Kíkkti í vísindaferð á föstudaginn með lögfræðinni. Búinn að fara svo oft að ég gæti bruggað bjórinn ef starfsmenn Vikings ákveddu að fara í utanlandsferð saman. Hringja bara í jón og hann heldur starfseminni gangandi á meðan. Ákvað í ljósi þessa alls að halda mig bara nærri bjórdælunni á meðan liðið fór þennan vanalega rúnt um verksmiðjuna. Það var bara snilld.

Svo var farið heim, ZiggiRey og Jói Tönn kikktu og svo var haldið í bæinn. Endaði á Rokko syngjandi karókí og fór svo fljótlega heim eftir það, enda kvótinn búinn.

Var að byrja í nýjum áfanga í dag og mér lýst lala á það. "Gott" að vita til þess að sumir hafa ekkert breyst yfir sumarið og ákveðin atriði ætla greinilega að verða eins og þau voru í fyrra.

En allaveganna, ritgerðin skrifar sig ekki sjálf og ég fékk engan til að gera hana fyrir mig þannig að það er best að fara að snúa sér að þessu.

bless í bili
/JFK

Wednesday, September 13, 2006

Mamma + ammæli = kökur = víííííííí

Það er þá kominn miðvikudagur sem þýðir aftur að það er alveg að koma helgi. Það sem er langsamlegast merkilegt við þennan dag er að mamma mín á ammæli. Til hamingju Mamma.

Eru til betri synir en ég, ég bara spyr. Og þetta er alvöru spurning þannig að ykkur er gert að svara í commentum.

Annars sit ég hér í skólanum að hlusta á samnemendur mína flytja fyrirlestra. Ég flutti okkar í morgun og er því laus úr því helvíti. Gott mál

Annars er ekki mikið í tíðindum. Fór með bílinn í skoðun í gær og hann fór athugasemdalaust í gegn. Og þegar ég segi athugasemdalaust þá er ég náttúrulega að ljúga því að skoðunarmaðurinn sagði að þetta væri "sko fínn bíll". Ég flokka þessi ummæli hiklaust undir athugasemd. Svo vantaði eitt parkljós en það væri óeðlilegt ef að það væri ekki.

En ég er að spá í að fara heim á eftir að horfa á Finding Nemo. Good times

JFK

Tuesday, September 05, 2006

Live from the library its JOOOOHHHNN Snow

Jæja lömbin mín, þriðjudagur mættur á svæðið. Ég er kominn á kunnulegar slóðir, básinn minn góða á bókasafninu að svitna við ritgerðarsmíð. Það sem að er hinsvegar frábrugðið í þessu tilfelli er sú staðreynd að ég á ekki að skila ritgerðinni eftir 2-3 tíma og er pungsveittur að hamast. Nei herrabobb, ritgerðinni á ekki að skila fyrr en á föstudaginn. En hafið ekki áhyggjur, ég á eftir að missa allt niðrum mig og róa lífróður áður en langt um líður.
Annars er bara allt við það sama og ekkert nema gott um það að segja. Internetið á bókasafninu er svona on and off, eins og venjulega. Annars var verið að spá í hvort að við ættum að taka okkur saman og skella okkur í jessup keppnina á ný, gamla liði þe. Samningaviðræður eru á frumstigi en svo gæti farið að maður endurtaki þessa geðveiki, kemur í ljós.

Annars var ég að spá í að hafa þetta ekki mikið lengra núna, netið er eins og það er og ég er ekki frjór (í hugsun) akkúrat núna. Mér eiginlega leiðist eftir að hafa lesið þetta yfir svo óáhugavert er þetta.

Snúum okkur aftur að af hverju dómstólar í frakklandi hafa lögsögu yfir dananum sem býr í englandi.... gamanaðessu

/JFK